ó mæ ó mæ !

Þá er stelpan komin af ættarmótinu og var svo mikið stuð að röddin er farin öll fjölskyldan svo uppgefin eftir alveg ótrúlega helgi.  Ekki mikið sofið - og þílík skemmtun.

Fyrst má nefna að við fengum gott veður - ágætt verður og klikkað veður Wink  Sólin skein  eina mínútuna og snögglega kom hellidemba og svo það ótrúlega,  haglél !  við horfum bara á hvort annað með undrun því ég hef bara aldrei farið í útilegu og fengið svona fjölbreytt veður - og í fyrsta skiptið þá var ég ekkert að pakka of mikið af fötum því ekki veitti af skal ég segja ykkur - og svo á leiðinni heim þá var bara snjór og hálka - ÓTRÚLEGT !!!!!!!!  og á þeim bletti þá var bílvelta, og voru það tveir frændur mínir - en Guði sé lof þá meiddust þeir víst ekki mikið, þeir voru í bílbelti og auðvitað í algjöru sjokki þessar elskur !

En aftur að ættarmótinu þá er alveg óhætt að segja að þessi fjölskylda rokki feitt !!  Vestmannaeyjar gengið Gummi og co skemmtu sér og öðrum með glæsibrag og hann Óli frændi minn sló auðvitað í gegn -  ofboðslega flott þegar þeir feðgar Gummi - Kristleifur og Óli tóku bítlashow og ærðu lýðinn !!  Ræðuhöld voru einhver og alveg frábært að heyra frá frændfólki með skemmtilegar sögur og svo auðvitað mikill söngur - enda þessi ætt fræg fyrir söng og dans.  Frábær matur og ekki hægt að kvarta yfir neinu.  Maggi Óli frændi minn kom mér þvílíkt á óvart hvað hann er með flotta rödd drengurinn Grin 

Elsku Mamma mín kom á ættarmótið þó þetta sé ekki hennar skyldmenni - en hún hefur alltaf litið á þetta fólk sem sitt fólk - þó pabbi hafi dáið fyrir 34 árum, og varð hún klökk að finna svona hlýjar móttökur þegar hún talaði til fólksins. 

Kristín Jóna mín takk fyrir að koma þessu á koppinn og þú átt hrós skilið hvernig tókst til, einnig vil ég þakka hinum í ættarmótsnefndinni Berglindi, Báru, Magga og Gumma fyrir samvinnuna, þið eruð öll frábær !!

Elsku ættingar sem lesið þetta - takk fyrir frábæra helgi og var alveg frábært að hitta ykkur og kynnast þeim sem ég hef ekki verið í sambandi við áður. TAKK TAKK TAKK 

knús og kossar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk sömuleiðis fyrir frábært ár í nefndinni og takk fyrir eina bestu helgi 'Ever'.

Þessi ætt er sú skemmtilegasta sem ég veit um og fallegasta tókstu eftir því.

Hlakka til að hitta ykkur næst í matarklúbbnum. 

Kristín Jóna (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Frábært ad heyra hvad var gaman hjá ykkur...En vedrid hefur margar hlidar....

KNús á tig inn í gódann dag bloggvinkona mín .

Gudrún Hauksdótttir, 24.6.2008 kl. 07:42

3 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Knús á línuna, takk fyrir æðislega helgi, skemmtun, sögur og söngur! Getur það orðið betra???

Spurning með þjóðhátíðina??? Var ekki búið að staðfesta hana???

Sigþóra Guðmundsdóttir, 24.6.2008 kl. 11:49

4 Smámynd: Kristleifur Guðmundsson

hæ vaknaður aftur takk sömuleiðis fyrir frábæra helgi. einnig gaman að kynnast því fólki sem maður hefur verið í sambandi við og heldur að það sé ógeðslega stíft og merkilegt með sig he he

verðum í bandi

Eyjakveðja stóri fændi

Kristleifur Guðmundsson, 24.6.2008 kl. 22:27

5 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Glitter Graphics

Weekend Glitter Pictures

Það hefði verið betra að taka megnið af fataskápnum með eins og veðrið er hér á Íslandi,gamana að vita að hvað það það var gaman.

Ég vona að frændur þínir hafi ekki slasast.

Góð kveðja,

Þín frænka,

Elísabet

Elísabet Sigmarsdóttir, 28.6.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband