Ég trúi á kraftaverk

núna gat mín ekki sofnað Wink og eftir að vera búin að velta sér lengi í bólinu og hlusta á karlinn hrjóta þá fór ég að hugsa um það sem ég er þakklát fyrir, og komst að því að ég er lánsöm kona, það ótrúlega margt sem ég get verið þakklát fyrir Grin eignlega bara rosalega mikið, Guði sé lof fyrir það. og þess vegna segi ég ykkur frá stráknum mínum sem ég er ekkert smá stolt af:

Málið er að strákurinn okkar hann Jói sem er 6 ára ( bráðum 7) byrjaði að missa hárið þegar hann var 5 ára og á rúmu ári var þessi elska búin að missa allt hárið - augnahár og augnabrýr.  Var þetta mikið sjokk fyrir okkur foreldrana og leituðum auðvitað til lækna og pabbi hans skannaði allt um svona á netinu, en í rauninni engin svör, allavega ekkert hægt að gera í svona. Þetta er kallað sjálfsofnæmi og eru þónokkrir á íslandi með þennan sjúkdóm og mun algengari en maður gerir sér grein fyrir. Um tíma veltum við okkur mikið uppúr þessu og vorum kvíðin hvernig þetta yrði þegar hann byrjaði í skóla, og fleira í þeim dúr.  Þar sem ég trúi á Guð og les mikið biblíuna ( kanski að sumra mati ofstækismanneskja - hehehe) þá ákvað ég að leggja þetta í hans hendur, og trúa á kraftaverk. Mikið af fólki hefur haft hann í bænum sínum, og vil ég þakka þeim innilega fyrir það. Ástæðan fyrir því að ég fer með þessa sögu er að hann er byrjaður fá augnahár og augabrýr og nú bíð ég spennt eftir að hann fái hár á höfuðið !!!!!!!!!   finnst ykkur þetta ekki frábært ?

Ég varð bara að deila þessu með ykkur og sérstaklega út af því að við megum ekki gleyma því að þakka :) segja takk

og að lokum langar mig að deila með ykkur bæninni sem ég bið alltaf með honum fyrir svefninn: bæn Jaebisar, sem er einhvernveginn svona

"Drottinn blessa þú mig, auk þú landi við mig

láttu hönd þína vera með mér og bægðu allri ógæfu frá mér

að engin harmkvæli komi yfir mig"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hae Sigga! Langt sidan eg heyrdi i ther... fann bloggid thitt nuna og kikji herna a hverjum degi. Knusadu litla Joa fra okkur herna, vonandi hittumst vid i sumar! Love you!!!!

Milla i Svithjod (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 07:15

2 Smámynd: Aida.

Hallelúja Sigga.

Yndislegt að lesa þetta.

Eg bið hér og nú fyrir Jóa,og ég bið í Jesú nafni að Drottins vilji mætti vera í og allt um kringum hann.

I Jesú nafni. Amen.

Þakka líka Guð fyrir þig Sigga.

Amen.

Aida., 28.3.2008 kl. 08:58

3 identicon

Hallelúja elsku Sigga mín!!
Guð blessi ykkur og gefi ykkur yfirflæði af sínum blessunum og umvefji í faðmi sínum!!!
Þú ert frábær og yndisleg!!!

Ása (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:43

4 identicon

Elsku Milla mín !

mig vantar svo e-meil adressuna þína - einhverra hluta vegna er hún týnd :(

sendu mér meil á sigga@remax.is svo ég geti sent þér til baka

lofjú og sakna þín

Sigga frænka

Sigga Guðna (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:31

5 identicon

Hæ sæta mín

Gaman að finna bloggið og geta fylgst með þér, kveðja úr Firðinum frá okkur kallinum. 

Auður (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 18:10

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Góð ábending Sigga mín og yndisleg færsla. Mikið er víst að við gleymum oft að þakka og ég er engin undantekning í því. En bænin er sterk og hún virkar, það hef ég oft reynt. Yndislegt að heyra að heyra að Jói sé að fá hárið aftur. Mig langar að deilda með ykkur bæn eða texta sem ég samdi 1994 við lagið "Amazing grace" þegar ég missti fyrri eiginmann minn úr hjartaáfalli.

Bæn:

Ég til þín leita að lífsins hljóm

sem ljós þitt gefur mér.

Mín trú og traust var auðn og tóm

mig taktu Guð að þér.

Ég bið þig Drottinn bænheyr mig 

og barn þitt kallast vil.

Ég legg mitt líf nú fyrir þig

og læri að vera til.

Amen.

Sigurlaug B. Gröndal, 28.3.2008 kl. 22:14

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Frábært, já kraftaverkin eru sko til Sigga mín.  en að öðru velkomin í Mecca Spa og kroppurinn mega er tónleikarnir verða þú veist.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.3.2008 kl. 23:29

8 identicon

Takk Sigulaug fyrir yndislegt komment :)  vona að þú sjáir þetta því ég virðist ekki geta skrifað inná síðuna þína - hef reynt það nokkrum sinn  

Alveg yndislegur texti !!!!!!    væri gaman að fá að syngja hann einhverntíma !!

kær kveðja

Sigga

Sigga Guðna (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:39

9 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Takk Sigga mín. Það hefur eitthvað verið í ólagi með síðuna í kvöld. Ég komst ekki lengi vel inn á stjórnborðið hjá mér til að lagfæra innsláttarvillu í síðustu færslu. Endilega notaðu textann í söng. Þetta er bæn sem öllum er heimilt að nota. Ég lét syngja þetta yfir manninum mínum þegar hann var jarðsunginn. Þetta eru tvö vers, en þau komu þrátt fyrir bil þegar ég skrifaði kommentið í einu lagi. Með kærri kveðju Sigga mín. Silla.

Sigurlaug B. Gröndal, 29.3.2008 kl. 01:07

10 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Ég trúi líka á kraftaverk - gangi ykkur vel og Guð blessi ykkur.

kv sj 

Sigríður Jónsdóttir, 29.3.2008 kl. 22:29

11 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já Guð er góður

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 31.3.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband