Frábærir tónleikar í höllinni !

Jæja þá eru tónleikarnir með Jet black joe að baki og voru þeir hreint frábærir !!

Kvöldið byrjaði á því að hljómsveit frá Vestmannaeyjum steig á stokk og voru þau frábær - söngkonan algjör snilld Grin keep on going !!!!

Palli tók þá við með nokkur lög af sólóferlinum og þó hann sé frændi minn þá verð ég bara að segja að maðurinn er snillingur og virðist vera að hann geti sungið allt. Ég er alveg rosalega stolt af honum.

Þegar hann hafði klárað þá komu Jettararnir inn með þvílíkum stæl - gospel kórinn brilleraði algjörleg og fílíngurinn var gjörsamlega frábær ! Ég fæ bara fiðring að hugsa um þetta heheheheh.  Þeir tóku sin bestu lög en þó fannst mér vanta inní prógrammið mitt uppáhaldslag "Suicide Joe"  ég verð bara að hlusta á diskinn heheheh.  Ég söng með þeim Freedom og var það frábær upplifun - fólkið virtist alveg fíla það - og langar mig að þakka því fyrir frábærar móttökur Grin Það var þvílíkt kikk að fá að syngja með gospel kórnum og salinn í svona miklu stuði.  Eftir uppklapp tóku þeir strákar "Higher and Higher"  og þá urlaðist salurinn algjörlega !!!  Geggjuð stemming og þvílík gleði !

Ég er alveg hryllilega ánægð með þessa tónleika og sýndist mér fólk vera rosalega ánægt með tónleikana !!! 

Takk fyrir frábært kvöld

knús og kossar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Aftur til hamingju Sigga mín!

Svanur Heiðar Hauksson, 18.5.2008 kl. 19:15

2 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já til hamingju Sigga mín, þú ert nottl. bara díva og töffari af Guðs náð, og Rósinkrans klikkar ekki! Fékk að heyra í gegnum síma þegar þú söngst, og það var greinilega mikil stemming, frétti að þú hefur engu gleymt áttir sviðið, en auðvitað hefði verið best að vera live, en sumur þurfa að vinna hehehe!

Lovjú longtime!bev sys.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 19.5.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

uhu uhu komst ekki...en gott að allt gekk vel

Einar Bragi Bragason., 19.5.2008 kl. 10:24

4 identicon

Sigga mín þú brilleraðir mikið var rosalega gaman að sjá þig þarna og ekkert smá gaman að hlusta á palla frænda eins og alltaf :)

KEEP UP THE GOOD WORK

elska þig snúlla

Jóhanna frænka (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 18:58

5 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Ég klikkaði á þessum tónleikum, þegar ég ætlaði að kaupa miða þá var uppselt á miði.is. Minn missir!

En vonandi endurtakiði leikinn síðar.

Jón Birgir Valsson, 25.5.2008 kl. 17:25

6 Smámynd: Ásgerður

Frábært að hlusta á þig,,,þetta lag (Freedom) á sérstakan stað í hjarta mínu.

Þú ættir að syngja meira

Ásgerður , 25.5.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband