Loksins kem ég mér í að blogga lífið farið að komast í reglu aftur eftir sumarfrí og litli gaurinn minn kominn í skólann aftur !
Elsku mamma mín varð 80 ára um helgina og var ótrúlega gaman að koma saman og samgleðjast með þessarri ótrúlegu konu. Þórey systir sem býr í Svíþjóð kom með meiri hlutann af fjölskyldunni í afmælið og er alltaf svo frábært þegar hún kemur .
Mikið var um dýrðir í afmælinu og sá undirskrifuð um að veislan færi ekki úr böndunum hehehe. Alltaf svolítil hætta á því í minni fjölskyldu þar sem saman er komið orkumikið og skemmtilegt fólk. Ofboðslega gaman að fá hinn fræga og hávaxna Geir Jón löggu og Ingu konuna hans í afmælið, og fór hann fögrum orðum um afmælisbarnið ! Palli Rós kom auðvitað að syngja fyrir ömmu sína og var hún alveg í skýjunum eftir öll herlegheitin. Bryndís sys kom sá og sigraði þegar hún talaði til fyrrverandi tengdamóður sinnar með svo fallegum orðum að ekki var þurrt auga í salnum ásamt því að grínast með þrjóskuna í mömmu, annaðhvort grét maður eða hló sig máttlausan, takk Bryndís fyrir frábæran pistil. Það sýnir hvernig manneskja mamma er að tvær fyrrverandi tengdadætur hennar stóðu báðar upp og töluðu til hennar. Ekki spurning að þetta er merkilegasta kona sem ég þekki og hef ég engri annarri kynnst sem sýnir fólki svo mikinn kærleika og hlýju og alltaf að gefa af sér ! Ég er ótrúlega stolt af því að þetta sé mamma mín og vildi ég óska að ég væri aðeins líkari henni hehehehhehe virðist ekki hafa alveg náð þessum yndisgenum
Jæja nú þarf maður að fara að gera eitthvað að viti - undirbúa matarboð fyrir Þórey systir og fjölskyldu enda er rifist um að bjóða þeim í mat og má maður ekki verða sér til skammar
farið inná síðuna hennar Bryndísar (hún er bloggvinur minn) og skoðið myndir úr afmælinu !
lofjú all
Flokkur: Bloggar | 26.8.2008 | 13:21 (breytt kl. 13:22) | Facebook
Bloggvinir
- kristleifur
- arabina
- laufabraud
- arncarol
- kisabella
- baldvinj
- berg65
- kaffi
- bryndiseva
- brandarar
- dora61
- saxi
- liso
- gtg
- kokkurinn
- gtbo
- gudnim
- gurrihar
- konniiceman
- helgigunnars
- ghordur
- jakobsmagg
- hannaruna
- jbv
- palmig
- peturorn
- schmidt
- fjola
- sirrycoach
- zunzilla
- sigthora
- hvala
- stingi
- steini69
- eyjann
- stormsker
- thelmaasdisar
- vennithorleifs
- nidjamotid
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
til hamingju með mömmu. ertu búin að vera í fríi í allt sumar bara??
dragandi kallangann með tjaldvagn um fjöll og fiðrildi.... vona bara að hann hafi haft veiðistöngina með. og pelann....
arnar valgeirsson, 26.8.2008 kl. 17:30
já mamma þín er yndislegust og fallegust. Ég er stolt af að þekkja svona manneskju en þær eru ekki margar í heiminum. Sigga þú verður alveg eins og mamma þín þegar þú verður áttræð. Þetta er allt að koma hjá þér. Við ætluðum að hittast áður en þórey fer út aftur, hvernig líst þér á næsta mánud? hjá mér???? let me know sweety og talaðu við þórey og tekkaðu á henni og hverjar á ég að hringja í sem eiga að mæta? láttu mig vita fljotl
kv Hannsa
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 21:56
Já mamma er langbest og þú verður örugglega búin að ná einhverju að þessu þegar þú ert orðin 80 ára, ert reyndar bara á góðri leið elsku krúttið mitt þú verður veislustjórinn minn þegar ég verð 80!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 26.8.2008 kl. 22:01
Hæ Sigga mín og gott að sjá færslu frá þér eftir hlé. Til hamingju með mömmu þína, þær eru nú ætíð bestar er upp er staðið. Ég fékk því miður ekki að hafa mömmu mína eins lengi og hefði viljað hér á jörð en á hana annars staðar. Hafðu það gott flotta kona.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 08:39
Innilega til hamingu með mömmu þína sem er svo sannarlega frábær manneskja. Hlakka til að hitta ykkur 27. sept. og þá ætla ég að skila henni mömmu þinni myndunum sínum, vona að hún sé ekki búin að sakna þeirra mjög mikið.
Bestu kveðjur
Kristín Jóna
Kristín Jóna (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:46
Takk elskurnar fyrir góðar kveðjur :) Elsku Fjóla mín ég get rétt ýmindað mér að þú saknir mömmu þinnar - Guð geymi þig !
Já Kristín Jóna hlakka líka til að hitta ykkur öll - og mamma hefur ekki ennþá fattað mér myndirnar hehehheeh enda ég með albúmin ennþá heima og ætlaði ég einmitt að biðja þig að koma með þær með þér
knús til ykkar allra þið eruð hreint yndislegar allar saman !
Sigga Guðna (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 19:59
þið eruð öll svo yndisleg að mar er bara að kafna í yndisleikanum =) sigga þú ert nottla mest yndi og þórey systir þín er yndi yndanna og systur þína allar, mamma þín (amma mín=) á sér enga líka og hún er best alveg hreint, þetta var ´æði! elskjú ;*
Karen Dögg (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.