Fylltu rými þitt !

Ég hef mikið verið að spá í því undanfarið hvernig ég get orðið betri í því sem ég geri,  þó svo að það sé mikið að gera hjá mér í fasteignabransanum þá er nokkuð ljóst að maður getur alltaf gert betur og orðið betri.

Út frá þessum merkilegu hugsunum mínum LoL ákvað ég að fara að nýta það sem ég hef verið að lesa, þ.e. fylla rými mitt !  hvað er það nú ?  það þýðir eiginlega að gera allt sem þú getur á hverjum degi til að nálgast markmið þín, og þá er setninginn " æ ég geri þetta á morgun" algjörlega út !!  við eigum að leggja metnað okkar í að gera allt sem við þurfum að gera ótrúlega vel.  Betra að gera færri hluti og gera þá vel, frekar en að gera mikið en að gera það illa.

Ekki nennum við að lulla í gegnum lífið með hálfkák og ná aldrei neinum árangri í neinu Wink eller va ?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

Aida., 2.4.2008 kl. 18:11

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þetta var góð lesning Sigga !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 2.4.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Gaman að sjá að þú skrifar.  þú gerir aldrei neitt með hálfkáki það þekki ég. Kíktu á bloggið mitt. Kveðja  Svanurinn

Svanur Heiðar Hauksson, 2.4.2008 kl. 23:25

4 Smámynd: Valur Stefánsson

Sæl Sigríður.

Má ég spyrja.  Hvaða bók er þetta sem þú ert að lesa?

vs

Valur Stefánsson, 3.4.2008 kl. 11:35

5 identicon

Sæll Valur !  ég er að lesa bók sem heitir "Science of getting rich" þú getur nálgast hana á www.thesecret.tv þar inni er flipi sem heitir " gifts for you" þar inni eru e-books, þú getur þar inni prentað út bókina :)

algörlega geggjuð bók - les í henni á hverjum degi !

njóttu vel

Sigga Guðna (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:59

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

þú fékst mig til að fara að vaska upp!!!

Guðni Már Henningsson, 3.4.2008 kl. 20:54

7 Smámynd: Vernharð Þorleifsson

Nákvæmlega það sem ég segi alltaf við Möggu "þegar við erum að horfa á sjónvarpið þá erum við að horfa á sjónvarpið og eigum að einbeita okkur að því". Ég skil aldrei hvernig hún getur samtímis: setið inni í stofu með mér yfir einhverjum gæða þætti, talað við bestu vinkonu sína í símanum, leyst krossgátu og pirrast þegar ég klóra mér á einhverjum óviðeigandi stöðum.

Vernharð Þorleifsson, 4.4.2008 kl. 00:13

8 identicon

Þú ert alveg ótrúlegur   og auðvitað alveg frábær :)

Sigga Guðna (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 00:15

9 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Er akkurat í "ekkiseinna" baráttu við sjálfa mig og restina af heimilisfólkinu! Enginn hlustar... og það versta er að ég hlusta ekki heldur!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 4.4.2008 kl. 14:45

10 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

rétt er það  og´þakka Guði fyrir

Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 5.4.2008 kl. 15:24

11 Smámynd: arnar valgeirsson

það er margt til í þessu kæra. maður á ekkert að vera að geyma hlutina lengi. en skattaskýrslan er þó alltaf bévað vesen og er send á síðustu mínútu, þó eftir að hafa fengið frest.

þó má líka slappa af stundum ha og njóta þess að vera latur.

....vil ég meina og ekki reyna að eyðileggja það, plís.

arnar valgeirsson, 6.4.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband