Jæja nú er langt síðan ég hef skrifað eitthvað og bæti ég úr því hér með
Alveg brjálað að gera í dag enda átti litli prinsinn minn 7 ára afmæli þ.e. 10 maí - haldið var uppá það fyrst í gær fyrir bekkinn og svo í dag fyrir fjölskyldu og vini ! elsku vinkonur mínar hjálpuðu mér með undirbúning, hún Rúna mín bakaði æðislegar kökur sem hafa fitað mig í dag heheheh og náði ég að halda eftir smábita af mars kökunni hennar til að gæða mér á núna þegar karlarnir mínir eru farnir að sofa og engin vitni heheheheheh, Guðrún skellti í skonsur og túnfisksalat og Elísa fékk að skera í ostasalatið æ hvað það er nú gott að eiga góða að. Ég hafði það þó af að gera brauðréttinn !!! Ef þið lesið þetta þá takk elskurnar fyrir hjálpina. Eftir þetta þaut ég í brúðkaup hjá Hönnu Guðný og Daníel ( hún er dóttir Sollu systir) og var alveg rosalega gaman - brúðurin söng til brúðgumans í brúðkaupinu sjálfu og mátti heyra tárin streyma og ekkahljóð - enda var hún alveg frábær svo ekki sé minnst á rómantíkina Veislan var stórskemmtileg og mikið hlegið, sungið og talað .
Jæja þetta var dagurinn minn og ég búin að tjá mig og skelli mér hér með í ból með gleði í hjarta
Sweet dreams elskurnar
Bloggvinir
- kristleifur
- arabina
- laufabraud
- arncarol
- kisabella
- baldvinj
- berg65
- kaffi
- bryndiseva
- brandarar
- dora61
- saxi
- liso
- gtg
- kokkurinn
- gtbo
- gudnim
- gurrihar
- konniiceman
- helgigunnars
- ghordur
- jakobsmagg
- hannaruna
- jbv
- palmig
- peturorn
- schmidt
- fjola
- sirrycoach
- zunzilla
- sigthora
- hvala
- stingi
- steini69
- eyjann
- stormsker
- thelmaasdisar
- vennithorleifs
- nidjamotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með prinsinn þinn í gær. Merkilegt með blessuð börnin manns, manni finnst stundum eins og þau hafi komið í heimin í gær. Svo ljóslifandi er fæðingadagur þeirra í mynningunni. Svo eru þau allt í einu orðin 7 ára, 10 ára, 15 ára........magnað.
Einnig til hamingju með frænku. Án efa hefur þetta verið dýrðarinnar dagur fyrir þau hjónakornin sem og vini og fjölskyldur. Alltaf svo gaman í brúðkaupum..:o)
Hafðu yndislegan mæðradag Sigga mín.
Jón Birgir Valsson, 11.5.2008 kl. 11:50
Hæ Sigga mín !
Til hamingju með strákinn þinn. Hann verður búin að gifta sig áður en þú nærð að snúa þér við. Hvað tíminn hratt Váá ekkert smá.
Hafðu það gott dúllan mín.
kv Hanna
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2008 kl. 21:50
Já til hamingju með peyjann, fattarinn í mér kveikti ekki í brúðkaupinu, að Jói ætti afm. þú varst að tala um einhv. gesti og blabla og ég bara jájá! þetta var æðislegt brúðkaup, og brúðhjónin alveg gordjös, gaman að hitta picvalleysystur, vantaði bara Hönnu skonsu, þá hefðum við örugglega farið yfir strikið með öskrum og látum, en fannstu hvað allir voru orðnir brjálæðislega kærleiksríkir þarna í lokin, oh mig langar aftur í brúðkaup, hallo anyone! Jæja Tinna Bjarta er komin með fyrirvaraverki og ég er komin með ömmuverki! Lovjú longtime! P:S Ég saknaði Júnna á laugard. eða finnst honum ég ekki annars svo æðisleg!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 17:41
Til hamingju með drenginn og brúðkaup frænku þinnar. Þetta er alltaf yndislegar stundir. Kær kveðja úr Þorlákshöfn.
Sigurlaug B. Gröndal, 12.5.2008 kl. 23:08
Rosalega sakna eg ykkar allra! Serstaklega thegar thad er afmaeli og brudkaup... Jaeja enn VONANDI sjaumst vid allavega i sumar thegar elsku amma a afmaeli. Knusadu Joa fra okkur! Love you!!!
Camilla (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 18:16
oo þetta var æði, svo rómó =) mar verður alveg bara graazzy og ég grét ójá
til hamingju með litla =) og vá já mamma er líka komin með frænkuverki hehe
og camilla mín við söknum ykkar líka mega!! verður gott að fá ykkur kiss og knús a alla saman :*
Karó frænka (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.