Hvaða hvaða !

Nú er þjóðarstoltið í molum Blush og ekki búin að jafna mig á júróvisjón !!  Mér fannst Regína og Friðrik standa sig ótrúlega vel og var alveg komin á það að þau myndu vinna. En hvað gerðist eiginlega ? Ekki datt mér í hug að Rússar myndu vinna - fannst hann ekki nógu sterkur söngvari - en hann skellti sér úr að ofan ( eða nærri því) og kanski hefur það gert gæfumuninn fyrir hann - heheheheheheh. Það er orðið svoldið fyndið hvað það loðir við tónlistarbransann að fólk sé hálf berrassað á sviðinu - hvað er málið með það ? 

Jæja maður kyngir bara stoltinu og heldur áfram að lifa Grin  En segi enn og aftur "Áfram Ísland"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamms, við sigrum bara að ári! Þau voru einstaklega flott á sviðinu og sungu eins og englar. Fannst önnur lög mun flottari en vinningslagið en þetta með holdið ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Þetta var mjög flottur flutningur hjá þeim RÓ & FÓ. En svona er þetta bara, við eigum lítið í "austantjaldsmafíuna" að gera.

Annars var ég að hlusta á Bylgjuna rétt í þessu og þar var snilldar söngkona í viðtali hjá HG. Flott viðtal með flottum lögum "læf" inn á milli viðtalanna. Að sjálfsögðu sungið af einni af betri söngkonum Íslands.

Hvernig er það annars, ætlar þessi stelpa ekkert að fara að gefa út eitthvert tónlistarefni á plötu?

Jón Birgir Valsson, 25.5.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Ég hlustaði auðvitað á Hemma á meðan þú varst að syngja og var með gæsahúð allan tíman. Þvílík söngkona.

Ég er nokkuð viss um að ef þú gefur út plötu þá rokselst hún, ég ætla alla vega að kaupa hana . Þú ert sem sag nú þegar búin að selja 2 eintök . ég kaupi nefnilega 2 . Annað færi til N. Z.

Elísabet Sigmarsdóttir, 25.5.2008 kl. 18:00

4 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Sigga mín við sendum þig næst ..... til Rússlands, you go get them : )  Sigga hvernær verður næsta sumarbústaðferð hjá okkur? er ekki spurning að ég mæti með gítarinn og bassann og við semjum eitt gott lag.  

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:06

5 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já þau stóðu sig frábærlega vel, en ég er sammála Hönsu pönsu, við sendum þig til Rússlands, og ég legg til að svínagellurnar, fari með svo stemmingin verði pottþétt. Ég get meira að segja lánað þér rússneska loðhúfu! Gogo girl!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 26.5.2008 kl. 13:09

6 identicon

Sæl elsku Sigga mín/okkar,ég hélt að Grikkir myndu vinna en Sovét union nations are very MANY/margir/fullt af sovéskum leiðtogum út um allt og allir að tapa sér, þannig að við verðum að vera sátt við okkar enda stóðu þau sig mjög vel okkar lendingar,en samt skrítið að afa ekki unnið keppnina því ég hafði búið mig undir það með snakki og með því,allt fram á næsta ár þegar keppnin færi hér fram á gömlu ruslahaugunum í þínum heimabæ, sem ég hélt að yrði að HÖLL :-) Love Berti og co

Albert Sævarsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:05

7 Smámynd: Ásgerður

Mæli með að þú farir til Rússlands á næsta ári, fyrir okkar hönd.

Ásgerður , 31.5.2008 kl. 17:07

8 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þú verður okkar fulltrúi næst kona góð.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.5.2008 kl. 22:47

9 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

hahahahah þið eruð svo miklar dúllur !!  knús og kossar

Sigríður Guðnadóttir, 1.6.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband