Við erum svo fyndin !

Af hverju erum við svona fyndin alltaf ?  við erum allt of mikið að pæla í því sem betur mætti fara í stað þess að tala um  það sem er gott !!  þakka fyrir það og vera glöð og ánægð LoL.

Málið er að það sem við hugsum um, það drögum við til okkar !  Ef við erum á móti stríði þá skulum við fara í friðargöngu - ekki mótmælagöngu. Ef við erum ósammála einhverjum stjórnmálamanni eða stjórnmálaflokki þá skulum við leggja mótherja hans lið en ekki tala illa um þann sem við erum ósammála. Því meira sem við tölum um hið neikvæða því meira neikvætt kemur í veg okkar ! 

Prufum að breyta aðeins um hugsunarhátt og sjáum hvort við verðum ekki hamingjusamari Grin

Lifið heil dúllurnar mínar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Góð pæling...og umhugsunarverð

Guðni Már Henningsson, 10.4.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Mikið til í þessu hja þér Sigga. Annars gaman að rekast á síðuna þína hérna og gaman að lesa skrifin þín. Viltu vera memm...sem bloggvinur?

Kveðja, fyrrverandi vinnufélagi af Sögu.

Jón Birgir Valsson, 10.4.2008 kl. 16:44

3 Smámynd: Aida.

Alveg meiri háttar hjá þér og bara satt.

Þetta er viska í mínum eyrum.

Takk.

Aida., 10.4.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Lífið er svo einfalt þegar að við erum ekki að þvælast í því að flækja það ;)

Mitt mottó er örugglega: Vertu bara hress 

Er reyndar svo miklu auðveldara þegar að maður þarf ekki að treysta á menn heldur Guð.

Baldvin Jónsson, 10.4.2008 kl. 21:30

5 Smámynd: arnar valgeirsson

nei ekkert svona sigríður...

hafa smá fútt í þessu og fara í kröfu- og mótmælagöngur villívekk.

lifi byltingin

arnar valgeirsson, 10.4.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir

Æi já.......ég vildi að ég gæti algjörlega og einlægt verið þessu sammála, já mikið vildi ég það. 

"Þú uppskerð það sem þú sáir" segja þeir. Ég veit að svo er ekki, ég veit sannarlega að svo er bara alls ekki. Maður uppsker ekkert endilega alltaf það sem maður sáir og stundum uppsker maður án þess að hafa nokkru sáð. Sumir sá og sá, yrkja og vökva, dag sem nótt en tapa samt uppskerunni jafnóðum, ýmist til einhverns annars eða sem verra er, til einskis. Fyrir mig persónulega kenndi þessi vitneskja mín mér auðmýkt og að þakka fyrir hvert einasta stingandi strá sem ég uppsker af mínum akri, hvort sem ég sáði því eður ei, hvort sem ég sáði þúsund öðrum en fékk bara eitt. Ég þakka fyrir hvert einasta stingandi strá.

Ég átti forðum akra græna þar sem ég stóð sperrt með hor í nös og sáði. Ég gerði það af metnaði, vilja, kærleik og trú, lét það ekki á mig fá þó svo uppskeran væri engin eða örlítil. Ég færði mig jafnan um akur með nokkurra ára millibili, sannfærð um að fyrri akrar væru slæmir vegna lélegs jarðvegs. Ég uppskar sjaldan það sem ég sáði en aftur á móti virtist stundum uppskera eins og annars lenda í minni hlöðu, algjörlega án minnar ætlunar eða skilnings. Það sem ég sái núna kemst fyrir í agnarsmáum, bleikum blómapotti. Ég uppsker alltaf úr honum annað slagið - nokkur falleg, ilmandi blóm sem næra vitund mína og sál, fegra heiminn minn og minna mig á lífið. Þessi blóm nægja mér í bili og þegar til ég loks treysti mér til þá jafnvel tek ég að mér að sá í lítið beð sem bíður mín í bakgarðinum mínum.

Ég er nakin öllu - Ég trúi á kærleik - Ég elska ástina - Ég berst fyrir friðnum.

Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir, 12.4.2008 kl. 08:02

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Góð lesning.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.4.2008 kl. 08:31

8 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Góðan dag !

Treadmill

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.4.2008 kl. 09:29

9 identicon

Þú ert bara yndisleg og frábær elsku Sigga mín!!!

Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:25

10 identicon

sigga mín þetta er snilld að lesa þetta, og jú ég var að frétta að þú værir að taka þátt í tónleikunum hans Palla snilllld ég keypti mér miða sama dag og klukkan 10 þegar miðasala opnaði svo ég verð þarna á fyrsta bekk frænka ef þú verður stressuð þá bara horfa á mig

hlakka mikið til og FRÁBÆRT að heyra með Jóa litla ég er búin að biðja mikið fyrir honum og ég mun halda því áfram

Guð blessi þig MIKIÐ þú ert ÆÐI

knús Jóa frænka

Jóhanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:28

11 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Satt er það... ef við myndum eyða allri orkunni sem fer í eitthvað neikvætt í jákvæða hluti þá væri líka svo miklu auðveldara að lifa!

Bíddu... Jói litli...? Nú fer maður að geta í eyðurnar!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 16.4.2008 kl. 10:23

12 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Takk fyrir kommentin öll saman  þið eruð æði

Og Sigþóra - strákurinn minn heitir Jói - varstu að spá í því ?

Sigríður Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband