Nú er ég búin að vera eins og fílamaðurinn í framan síðustu daga er með rótarbólgu og þvílíka verki að það hálfa væri yfirdrifið !!! jæja maður á ekki að kvarta svona því þetta gengur allt yfir !
Ég verð bara að þakka þessum elsku dúllum sem hafa kommentað á síðuna hjá mér ! þið eruð algjört æði !!! maður verðu bara hrærður að fá svona góð komment, og verð að viðurkenna að manni hlýnar um hjartarætur. TAKK TAKK TAKK TAKK TAKK
Nú fer helgin að renna sitt skeið og ný vinnuvika að byrja, bara spennandi hlutir framundan og hef ég það á tilfinningunni að vikan verði frábær, praise God !! Vona að ykkar vika verði sú besta sem þið hafið upplifað hingað til knús kveðjur !!!!!
Bloggar | 1.6.2008 | 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nú er þjóðarstoltið í molum og ekki búin að jafna mig á júróvisjón !! Mér fannst Regína og Friðrik standa sig ótrúlega vel og var alveg komin á það að þau myndu vinna. En hvað gerðist eiginlega ? Ekki datt mér í hug að Rússar myndu vinna - fannst hann ekki nógu sterkur söngvari - en hann skellti sér úr að ofan ( eða nærri því) og kanski hefur það gert gæfumuninn fyrir hann - heheheheheheh. Það er orðið svoldið fyndið hvað það loðir við tónlistarbransann að fólk sé hálf berrassað á sviðinu - hvað er málið með það ?
Jæja maður kyngir bara stoltinu og heldur áfram að lifa En segi enn og aftur "Áfram Ísland"
Bloggar | 25.5.2008 | 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
það verður að segjast að ég vöknaði bara um augun og fylltist þjóðarstolti yfir Eurovision í gær Enda stóðu þau Regína og Friðrik Ómar sig ótrúlega vel !!! þetta var ekkert smá flott hjá þeim og þau geisluðu bókstaflega á sviðinu. Mér fannst bakraddirnar alveg frábærar og gerðu lagið einstaklega flott - enda einvala lið a ferðinni. Ég saknaði dansaranna ekki á sviðinu og fannst mér lagið koma miklu betur út með þéttari raddsetningu. Nú bíður maður bara spenntur að sjá þau á sviðinu á morgun, og er alveg viss um að við vinnum núna !!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Áfram Ísland
Bloggar | 24.5.2008 | 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja þá eru tónleikarnir með Jet black joe að baki og voru þeir hreint frábærir !!
Kvöldið byrjaði á því að hljómsveit frá Vestmannaeyjum steig á stokk og voru þau frábær - söngkonan algjör snilld keep on going !!!!
Palli tók þá við með nokkur lög af sólóferlinum og þó hann sé frændi minn þá verð ég bara að segja að maðurinn er snillingur og virðist vera að hann geti sungið allt. Ég er alveg rosalega stolt af honum.
Þegar hann hafði klárað þá komu Jettararnir inn með þvílíkum stæl - gospel kórinn brilleraði algjörleg og fílíngurinn var gjörsamlega frábær ! Ég fæ bara fiðring að hugsa um þetta heheheheh. Þeir tóku sin bestu lög en þó fannst mér vanta inní prógrammið mitt uppáhaldslag "Suicide Joe" ég verð bara að hlusta á diskinn heheheh. Ég söng með þeim Freedom og var það frábær upplifun - fólkið virtist alveg fíla það - og langar mig að þakka því fyrir frábærar móttökur Það var þvílíkt kikk að fá að syngja með gospel kórnum og salinn í svona miklu stuði. Eftir uppklapp tóku þeir strákar "Higher and Higher" og þá urlaðist salurinn algjörlega !!! Geggjuð stemming og þvílík gleði !
Ég er alveg hryllilega ánægð með þessa tónleika og sýndist mér fólk vera rosalega ánægt með tónleikana !!!
Takk fyrir frábært kvöld
knús og kossar
Bloggar | 18.5.2008 | 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Æfingar fyrir Jet black joe tónleikana á föstudaginn eru í hámarki og getur maður ekki orðið annað en spenntur hlusta á strákana taka gömlu góðu lögin í þvílíkum fíling og svo kemur gospel kórinn inn og fullkomnar þetta algjörlega Enginn á að missa af þessu því þetta verður einstakur viðburður og lofa ég því að fólk mun fara af þessum tónleikum brosandi hringinn !!!!!!!
Freedom ( lagið sem ég tek) hefur bara orðið betra og fær maður bara gæsahús að fá að hafa þessa frábæru söngvara með sér á sviðið og massa þau lagið uppí hæðstu hæðir -GEGGGGGGJJJJAAAAAÐÐ !´
Mér skilst að það sé ekki mikið af miðum eftir þannig að drífið ykkur í að kaupa miða !
hlakka alveg hryllilega mikið til að sjá ykkur öll
knús kveðjur
Bloggar | 13.5.2008 | 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Jæja nú er langt síðan ég hef skrifað eitthvað og bæti ég úr því hér með
Alveg brjálað að gera í dag enda átti litli prinsinn minn 7 ára afmæli þ.e. 10 maí - haldið var uppá það fyrst í gær fyrir bekkinn og svo í dag fyrir fjölskyldu og vini ! elsku vinkonur mínar hjálpuðu mér með undirbúning, hún Rúna mín bakaði æðislegar kökur sem hafa fitað mig í dag heheheh og náði ég að halda eftir smábita af mars kökunni hennar til að gæða mér á núna þegar karlarnir mínir eru farnir að sofa og engin vitni heheheheheh, Guðrún skellti í skonsur og túnfisksalat og Elísa fékk að skera í ostasalatið æ hvað það er nú gott að eiga góða að. Ég hafði það þó af að gera brauðréttinn !!! Ef þið lesið þetta þá takk elskurnar fyrir hjálpina. Eftir þetta þaut ég í brúðkaup hjá Hönnu Guðný og Daníel ( hún er dóttir Sollu systir) og var alveg rosalega gaman - brúðurin söng til brúðgumans í brúðkaupinu sjálfu og mátti heyra tárin streyma og ekkahljóð - enda var hún alveg frábær svo ekki sé minnst á rómantíkina Veislan var stórskemmtileg og mikið hlegið, sungið og talað .
Jæja þetta var dagurinn minn og ég búin að tjá mig og skelli mér hér með í ból með gleði í hjarta
Sweet dreams elskurnar
Bloggar | 11.5.2008 | 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Páll Rózinkranz / Jet Black Joe ásamt Gospelkór Reykjavíkur
Í Laugardalshöll þann 16 maí.
Það verður blásið í alla herlúðra í Laugardalshöll föstudagskvöldið 16. maí næstkomandi en þá mun Páll Rósinkranz og hljómsveit hans Jet Black Joe, ásamt félögum úr Gospelkór Reykjavíkur og fjölda annara gesta stíga á stokk þar sem farið verður yfir feril Páls Rósinkranz og Jet Black Joe.
Engu verður til sparað þegar ein besta rokkhljómsveit landsins ásamt gestum stígur á stokk og má búast við ógleymanlegum tónleikum í Laugardagshöll.
Þar verður farið yfir feril Páls Rósinkranz og Jet Black Joe í heild sinni og munu góðir gestir stíga á stokk með þeim.
Það er hið magnaða viðburðafyrirtæki 2B Company sem stendur að þessum tónleikum og er mikill hiti farin að myndast fyrir þessum tónleikum og miðarnir farnir að streyma út. Mikil tilhlökkun er í hópnum og lofa menn ógleymanlegri kvöldstund í Höllinni þann 16. maí þar sem engu verður til sparað til að gera kvöldið sem eftirminnilegast fyrir aðdáendur Páls og Jet Black Joe.
Hlakka til að hitta ykkur öll !!
Bloggar | 30.4.2008 | 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mikið er nú gott að geta slakað á á sunnudegi er vanalega að vinna a sunnudögum með opin hús og slíkt ! þannig að það er frábært að hafa ekkert að gera annað en að slaka á og fara í smá hjólatúr með stráknum. Í gær var karlinn minn tvítugur ( eða þannig) og fenguð við nokkra vini í mat - og vorum lengi frameftir á snakki og vildi ég bara þakka þessum elskum fyrir gott kvöld !!
Nú fer maður að fara inní draumalandið og byrja nýja vinnuviku sem verður örugglega besta vika lífs míns hingað til !!
Vona að þið hafið átt góða helgi og ný vika verði frábær hjá ykkur !
Knús kveðjur úr Grafarvoginum
Bloggar | 27.4.2008 | 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú sit ég heima með litla gimsteininn minn því hann er með gubbupest þessi elska Alltaf finnst mér jafn erfitt að horfa á þessu elsku líða illa - en á sama tíma rosalega þakklátt að það er ekki eitthvað alvarlegra !! Eftir að sjá drenginn í Kompás í gærkvöldi fattar maður hvað maður hefur það gott og kann oft ekki að meta það En þvílík hetja sem hann er ! og foreldrarnir !!!!
knús og kossar
Bloggar | 23.4.2008 | 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Vá hvað þetta var frábært kvöld !!!!!!!! Örn Árna veislustjóri stóð sig með prýði þessi elska. Þegar við vorum að klára humarsúpuna sem var æði, mætti Magni á svið og tók nokkur lög og var hann alveg frábær drengurinn Í framhaldi steig flottasti gospel kór landsins á svið og slógu þau algjörlega í gegn undir stjórn Óskars Einarssonar !! Páll Rósinkrans frændi minn söng svo snilldarlega með þeim og get ég ekki annað sagt en að ég sé stolt af stráknum enda að mínu mati besti söngvari landsins og þó víða væri leitað !!!!! Ég skellti mér svo á sviðið með Palla og gospelkórnum og þvílík upplifun - tókum hið alræmda lag "Freedom" og var það algjört "hit" hjá fólkinu í salnum ( enda ég að vinna með þessu liði) og varð allt vitlaust !!!!!!!!!!! ég fékk ego búst og alles hehehehehehheheehheheheh. Undir eftirrétti kom taktkjafturinn Bjartur og var gaman að heyra í honum ( ótrúlegt hvað hann getur gert ). Svo var lokaatriðið Mercedes Club !!! engin smá bomba í lokin - þó svo ég fíli ekki svona music þá var þetta gott lokaatriði fyrir annars frábært kvöld.
Jæja þá fer maður að vinna og vona að þið eigið frábæran sunnudag dúllur !
Bloggar | 20.4.2008 | 12:09 (breytt kl. 16:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggvinir
- kristleifur
- arabina
- laufabraud
- arncarol
- kisabella
- baldvinj
- berg65
- kaffi
- bryndiseva
- brandarar
- dora61
- saxi
- liso
- gtg
- kokkurinn
- gtbo
- gudnim
- gurrihar
- konniiceman
- helgigunnars
- ghordur
- jakobsmagg
- hannaruna
- jbv
- palmig
- peturorn
- schmidt
- fjola
- sirrycoach
- zunzilla
- sigthora
- hvala
- stingi
- steini69
- eyjann
- stormsker
- thelmaasdisar
- vennithorleifs
- nidjamotid
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar