jæja þá !

Ég hef ekki skrifað mikið undandfarið því Solla systir lét á mig neglur Wink  Já alveg satt ég hef átt erfitt að nota tölvuna - er aðeins að venjast núna hehehehehe. það er svona að vera pæja Blush

Nú á að skella sé á Remax árshátíð á Nordica hótel í kvöld og verður örugglega rosalega gaman -enda skemmtilegt fólk sem verður þarna. Verðlaunaafhending og alles LoL og ætla ég auðvitað að taka á móti einum grip eða svo Tounge  enda búin að vera dugleg að selja " thank God"  Veit að það verður mikið um dýrðir !!  Ég skrifa aftur að segi ykkur nánar frá því síðar !!

Vona að þið eigið öll frábært kvöld !


Við erum svo fyndin !

Af hverju erum við svona fyndin alltaf ?  við erum allt of mikið að pæla í því sem betur mætti fara í stað þess að tala um  það sem er gott !!  þakka fyrir það og vera glöð og ánægð LoL.

Málið er að það sem við hugsum um, það drögum við til okkar !  Ef við erum á móti stríði þá skulum við fara í friðargöngu - ekki mótmælagöngu. Ef við erum ósammála einhverjum stjórnmálamanni eða stjórnmálaflokki þá skulum við leggja mótherja hans lið en ekki tala illa um þann sem við erum ósammála. Því meira sem við tölum um hið neikvæða því meira neikvætt kemur í veg okkar ! 

Prufum að breyta aðeins um hugsunarhátt og sjáum hvort við verðum ekki hamingjusamari Grin

Lifið heil dúllurnar mínar. 


myndir úr pig valley

Bústaður Hafdís og co! 036

og meira

Bústaður Hafdís og co! 005

og meira

Bústaður Hafdís og co! 017

Hlaðgerðishlussur í pig valley !

Ég segi nú bara hlálpi mér hvítu menn LoL svo mikið var stuðið um helgina !!!

Ég skellti mér í Svínadalinn með góðum vinkonum mínum síðan í denn (félagi hlaðgerishlussa)og skemmti mér svo mikið að mig verkjar ennþá í maganum og við Hanna Rúna komar með sixpack eftir hláturinn !!!  Langflottasti bústaður sem ég hef komið inní enda Hafdís ótrúlega smekklega kona og með hrikalega flott ............... við skemmtum okkur ótrúlega og vorum við ótrúlega fyndnar Cool þó ég sé nú alveg viss um að enginn utanaðkomandi myndi skylja húmorinn okkar Wink. Ég verð samt að segja að mér fannst ekki koma alveg nógu vel fram hvað ég er falleg, Bryndis fékk að heyra það svo oft að hún er örugglega orðin montin !!! og vil ég biðja þessar konur að bæta sig fyrir næsta hitting hohohohohohohoho. Hanna Rúna, Bryndís og Hafdís voru svoldið óþekkar og héldu vöku fyrir okkur Berglindi ( baunaprinsessu) því við fórum í bólið að ganga 7 um morguninn og vorum rosalega hneykslaðar á stelpunum Tounge þær ættu að vera þroskaðri en við því þær eru búnar að búa til svo mörg börn !!!   Það kom ýmislegt í ljós í þessari ferð að sumar eru orðnar svolítið skemmdar og þurftu að vera með hitapoka og í hekluðum sokkum og bryðja einhverjar bleikar pillur ( er ekki með nafnið á þeim á hreinu ) Wink  heheheh.  Svo er eitt enn sem brennur rosalega á hjarta mínu -  mér fannst svoldið ráðist á mig um helgina -  þær trúðu ekki orði sem ég sagði og er ég ekki mikið fyrir að ýkja Halo og jafnvel þó ég segði að mamma gæti staðfest það sem ég var að segja með samkvæmisblöðruna þá var mér ekki trúað ( og mamma lýgur aldrei).  Ég vildi bara segja ykkur stelpur að ég er að vinna í því að fá þetta skjalfest og skkkkkkkkkkaaaaalllllll sanna þetta fyrir ykkur.Whistling

En af öllu gamni slepptu þá var þetta æðisleg helgi og ég er stolt af því að þekkja svona fallegar og sterkar konur, og get ekki beðið eftir næsta hitting !!!!!

Hér er ein mynd af mér og Berglindi og set ég af hinum hlaðigerðishlussunum á eftir !  Ég er svo mikill klaufi að setja inn myndir ! eins og ég er nú annars klár kona Shocking

Bústaður Hafdís og co! 010


Fylltu rými þitt !

Ég hef mikið verið að spá í því undanfarið hvernig ég get orðið betri í því sem ég geri,  þó svo að það sé mikið að gera hjá mér í fasteignabransanum þá er nokkuð ljóst að maður getur alltaf gert betur og orðið betri.

Út frá þessum merkilegu hugsunum mínum LoL ákvað ég að fara að nýta það sem ég hef verið að lesa, þ.e. fylla rými mitt !  hvað er það nú ?  það þýðir eiginlega að gera allt sem þú getur á hverjum degi til að nálgast markmið þín, og þá er setninginn " æ ég geri þetta á morgun" algjörlega út !!  við eigum að leggja metnað okkar í að gera allt sem við þurfum að gera ótrúlega vel.  Betra að gera færri hluti og gera þá vel, frekar en að gera mikið en að gera það illa.

Ekki nennum við að lulla í gegnum lífið með hálfkák og ná aldrei neinum árangri í neinu Wink eller va ?

 

 

 

 


Mynd

Picture 422

er aðeins að prufa að setja inn myndir !  þetta eru börnin okka Júnna -Sandra - Jói og Sonja


Ég trúi á kraftaverk

núna gat mín ekki sofnað Wink og eftir að vera búin að velta sér lengi í bólinu og hlusta á karlinn hrjóta þá fór ég að hugsa um það sem ég er þakklát fyrir, og komst að því að ég er lánsöm kona, það ótrúlega margt sem ég get verið þakklát fyrir Grin eignlega bara rosalega mikið, Guði sé lof fyrir það. og þess vegna segi ég ykkur frá stráknum mínum sem ég er ekkert smá stolt af:

Málið er að strákurinn okkar hann Jói sem er 6 ára ( bráðum 7) byrjaði að missa hárið þegar hann var 5 ára og á rúmu ári var þessi elska búin að missa allt hárið - augnahár og augnabrýr.  Var þetta mikið sjokk fyrir okkur foreldrana og leituðum auðvitað til lækna og pabbi hans skannaði allt um svona á netinu, en í rauninni engin svör, allavega ekkert hægt að gera í svona. Þetta er kallað sjálfsofnæmi og eru þónokkrir á íslandi með þennan sjúkdóm og mun algengari en maður gerir sér grein fyrir. Um tíma veltum við okkur mikið uppúr þessu og vorum kvíðin hvernig þetta yrði þegar hann byrjaði í skóla, og fleira í þeim dúr.  Þar sem ég trúi á Guð og les mikið biblíuna ( kanski að sumra mati ofstækismanneskja - hehehe) þá ákvað ég að leggja þetta í hans hendur, og trúa á kraftaverk. Mikið af fólki hefur haft hann í bænum sínum, og vil ég þakka þeim innilega fyrir það. Ástæðan fyrir því að ég fer með þessa sögu er að hann er byrjaður fá augnahár og augabrýr og nú bíð ég spennt eftir að hann fái hár á höfuðið !!!!!!!!!   finnst ykkur þetta ekki frábært ?

Ég varð bara að deila þessu með ykkur og sérstaklega út af því að við megum ekki gleyma því að þakka :) segja takk

og að lokum langar mig að deila með ykkur bæninni sem ég bið alltaf með honum fyrir svefninn: bæn Jaebisar, sem er einhvernveginn svona

"Drottinn blessa þú mig, auk þú landi við mig

láttu hönd þína vera með mér og bægðu allri ógæfu frá mér

að engin harmkvæli komi yfir mig"

 


Góðar fregnir !

Mikið var nú gott að vakna í morgun ( svoldið seint) og heyra að krónan væri að styrkjast !!!  Það eru bara góðir tímar framundan Grin Nú skulum við leggjumst öll á eitt og trúa því að allt sé uppá við. það sem við sendum út það verður.  Við viljum ekkert annað en að allir okkar draumar rætist með Guðs hjálp. Hættum að keppa við náungann, tala illa um hann og öfundast út í aðra og virkjum sköpunarkraftinn sem býr í okkur. Látum okkur það varða að öllum í kringum okkur gangi vel og þá mun ekki klikka neitt hjá okkur.

Þið eruð æðisleg !

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband