Mikið kvartað !

Ég hef ekkert bloggað svo lengi að mínir nánustu eru búnir að kvarta ógurlega heheheheh ég hlít að vera svona rosalega góður bloggari Wink

Það hefur ýmisslegt gerst frá því bloggaði síðast og ber hæðst að ég er orðin 40 ára !!!!!!!!!!!!!  ótrúlegt en satt og mér líður alltaf eins og ég sé 17.  Hvað er þetta með aldurinn ? þegar ég segi fólki hvað ég sé gömul þá kemur einhver vorkunnarsvipur á fólk Crying  En mér líður vel og er bara ótrúlega sátt - enda ekki yfir neinu að kvarta, nema kanski aukakílóunum og þú munu fjúka á næstunni !!! 

Já og svo að öðru - eruð þið ekki orðin þreytt á að horfa á fréttirnar ? allavega nenni ég ekki að velta mér uppúr allri þessari neikvæðni og reyni frekar að hugsa jákvætt.  Finnst ykkur ekki komin tími til að byggja upp í stað þess að eyða tímanum í það að vera reiður og beiskur ?  ég bara spyr, því þó ég sé sannfærð um að það þurfi að fara yfir atburðarásina þá held ég að fréttaflutningur fjölmiðla sé ekki til að byggja upp samfélagið - heldur aðeins til að brjóta fólk niður !  Lífið er ekki búið !!!!!!!!!  og við ekki þau einu sem hafa gengið í gegnum svona erfiða tíma - sólin kemur alltaf upp aftur, það er algjörlega pottþétt. Lesum Jeremia 29:11-13, og bara verum róleg.

Guð geymi ykkur dúllur


Svíar og afmæli !

Loksins kem ég mér í að blogga LoL lífið farið að komast í reglu aftur eftir sumarfrí og litli gaurinn minn kominn í skólann aftur !

Elsku mamma mín varð 80 ára um helgina og var ótrúlega gaman að koma saman og samgleðjast með þessarri ótrúlegu konu.  Þórey systir sem býr í Svíþjóð kom með meiri hlutann af fjölskyldunni í afmælið og er alltaf svo frábært þegar hún kemur Grin.

Mikið var um dýrðir í afmælinu og sá undirskrifuð um að veislan færi ekki úr böndunum hehehe. Alltaf svolítil hætta á því í minni fjölskyldu þar sem saman er komið orkumikið og skemmtilegt fólk.  Ofboðslega gaman að fá hinn fræga og hávaxna Geir Jón löggu og Ingu konuna hans í afmælið, og fór hann fögrum orðum um afmælisbarnið !  Palli Rós kom auðvitað að syngja fyrir ömmu sína og var hún alveg í skýjunum eftir öll herlegheitin.  Bryndís sys kom sá og sigraði þegar hún talaði til fyrrverandi tengdamóður sinnar með svo fallegum orðum að ekki var þurrt auga í salnum ásamt því að grínast með þrjóskuna í mömmu, annaðhvort grét maður eða hló sig máttlausan, takk Bryndís fyrir frábæran pistil.  Það sýnir hvernig manneskja mamma er að tvær fyrrverandi tengdadætur hennar stóðu báðar upp og töluðu til hennar.  Ekki spurning að þetta er merkilegasta kona sem ég þekki og hef ég engri annarri kynnst sem sýnir fólki svo mikinn kærleika og hlýju og alltaf að gefa af sér ! Ég er ótrúlega stolt af því að þetta sé mamma mín og vildi ég óska að ég væri aðeins líkari henni hehehehhehe  virðist ekki hafa alveg náð þessum yndisgenum Frown

Jæja nú þarf maður að fara að gera eitthvað að viti - undirbúa matarboð fyrir Þórey systir og fjölskyldu enda er rifist um að bjóða þeim í mat og má maður ekki verða sér til skammar Blush

farið inná síðuna hennar Bryndísar (hún er bloggvinur minn) og skoðið myndir úr afmælinu !

lofjú all


úff getur þetta orðið betra :)

Nú er annarsamri helgi lokið hjá mér Tounge  og verð ég að segja að Þjóðhátíðin í eyjum trónir á toppnum !!!   mér datt ekki í hug að þetta yrði svona gaman !  og má segja það að ég og kúturinn minn hann Jóhann fórum til eyja á laugardag og heim á sunnudag Frown  ég hefði viljað vera lengur enda var tekið svo vel á móti okkur að það hálfa hefði verið yfirdrifið hehehe

Elsku Gummi og þura takk fyrir móttökurnar - ég á bara ekki orð yfir hvað þið eruð yndisleg og ótrúlega góð við Jóa minn líka ( hann er í skýjunum )  - þessi fjölskylda öll er alveg ótrúleg.  Óli sló algjörlega í gegn að mínu mati algjörlega frábær söngvari  og öll hljómsveitin frábær ( algjörar dúllur )  hehe ekki viss um að ég verði vinsæl að segja þetta - en satt !!  Sigþóra bauð í geggjaða humarsúpu á laugardagskvöldinu og þakka ég fyrir mig dúlla Tounge  Kristleifur og Jóna Sigga og allir aðrir bara takk fyrir frábæra upplifun.  Ég klúðraði samt aðeins kvöldinu því ég skellti mér með strákinn eftir tónleikana uppí hús að svæfa kútinn og sofnaði í leiðinni Sleeping  ekki rokk skal ég segja ykkur.  En ég bæti það upp næst og verð þá alla helgina !!!!!! 

tjái mig um seinni hlutann síðar - skelli mér í háttinn núna og knúsa kanski karlinn minn í leiðinni InLove

knús kveðjur


Þjóðhátíð

Jæja nú hef ég ekki bloggað mikið - enda brjálað að gera í fasteignasölunni og svo skellir maður sér reglulega út úr bænum í fellhýsið Smile  Reyndar ætla ég ekki í fellhýsið um helgina, við ætlum fjölskyldan að skella okkur í veiði og fínheit ! Svo um verslunarmannahelgina er á  dagskrá hjá mér  að skella mér á Þjóðhátíð í eyjujm - jú jú og í fyrsta skipti á ævinni !!!! Ótrúlega spennandi enda verð ég í góðu yfirlæti hjá frændfólki mínu Gumma ÞB og fjölskyldu, ég get alveg viðurkennt að ég er ótrúlega spennt LoL  og held ég að þetta verði frábær upplifun !  Ég ætla að skella mér á svið með frábærri hljómsveit, en frændi minn Óli er í hljómsveitinni Hoffmann og plataði hann frænku sína að taka með þeim lagið,  á ég ekki von á öðru en mikil stemming verði - enda eru þeir ótrúlega góður drengirnir.

Vona að þið hafið haft það frábært og eigið góða daga framundan

over and out Kissing


Brjálað að gera !

Nú er stuðið byrjað aftur Grin  fasteignirnar rúlla út og brjálað að gera !  Mikið er nú gaman að hafa nóg að gera og gleður það hjarta mitt ógurlega !  þið bara talið við mig ef þið þurfið að selja elsku dúllur LoL 

Nú er spáin frábær fyrir helgina og maður skellir sér örugglega í fellhýsið þá !  ekki hægt að vera heima að horfa á kassann þegar gott er veðrið eða hvað ?  Vona að þið hafið það öll frábært næstu daga - því bloggið vill svoldið detta út hjá mér þegar svona mikið er að gera, og svo kallar náttúran líka á mann milli stríða  Grin

knús úr Grafarvoginum


ó mæ ó mæ !

Þá er stelpan komin af ættarmótinu og var svo mikið stuð að röddin er farin öll fjölskyldan svo uppgefin eftir alveg ótrúlega helgi.  Ekki mikið sofið - og þílík skemmtun.

Fyrst má nefna að við fengum gott veður - ágætt verður og klikkað veður Wink  Sólin skein  eina mínútuna og snögglega kom hellidemba og svo það ótrúlega,  haglél !  við horfum bara á hvort annað með undrun því ég hef bara aldrei farið í útilegu og fengið svona fjölbreytt veður - og í fyrsta skiptið þá var ég ekkert að pakka of mikið af fötum því ekki veitti af skal ég segja ykkur - og svo á leiðinni heim þá var bara snjór og hálka - ÓTRÚLEGT !!!!!!!!  og á þeim bletti þá var bílvelta, og voru það tveir frændur mínir - en Guði sé lof þá meiddust þeir víst ekki mikið, þeir voru í bílbelti og auðvitað í algjöru sjokki þessar elskur !

En aftur að ættarmótinu þá er alveg óhætt að segja að þessi fjölskylda rokki feitt !!  Vestmannaeyjar gengið Gummi og co skemmtu sér og öðrum með glæsibrag og hann Óli frændi minn sló auðvitað í gegn -  ofboðslega flott þegar þeir feðgar Gummi - Kristleifur og Óli tóku bítlashow og ærðu lýðinn !!  Ræðuhöld voru einhver og alveg frábært að heyra frá frændfólki með skemmtilegar sögur og svo auðvitað mikill söngur - enda þessi ætt fræg fyrir söng og dans.  Frábær matur og ekki hægt að kvarta yfir neinu.  Maggi Óli frændi minn kom mér þvílíkt á óvart hvað hann er með flotta rödd drengurinn Grin 

Elsku Mamma mín kom á ættarmótið þó þetta sé ekki hennar skyldmenni - en hún hefur alltaf litið á þetta fólk sem sitt fólk - þó pabbi hafi dáið fyrir 34 árum, og varð hún klökk að finna svona hlýjar móttökur þegar hún talaði til fólksins. 

Kristín Jóna mín takk fyrir að koma þessu á koppinn og þú átt hrós skilið hvernig tókst til, einnig vil ég þakka hinum í ættarmótsnefndinni Berglindi, Báru, Magga og Gumma fyrir samvinnuna, þið eruð öll frábær !!

Elsku ættingar sem lesið þetta - takk fyrir frábæra helgi og var alveg frábært að hitta ykkur og kynnast þeim sem ég hef ekki verið í sambandi við áður. TAKK TAKK TAKK 

knús og kossar


Efri vík á ættarmót !

Jæja nú er komið að því nú er búið að pakka og þvílíkt spennt að hitta ættingjana á Efri Vík Tounge  Auðvitað er ég búin að pakka þvílíkt mikið og alltaf eins og ég sé að flytja að heiman !  og er eiginmaðurinn alltaf að reyna að koma mér niður á jörðina heheheheheheh  enda akkerið á trippið LoL  Sonurinn orðinn þvílíkt spenntur og bíst ég við því að gleðin verði rosaleg júhú !!!

Annað sem ég verð að tjá mig um eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar í dag og gleðst ég ógurlega að þau fóru í gírinn !!!!   þau eiga hrós skilið og verður æðislegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á fasteignamarkaðinn - enda ég að selja fasteignir Grin Hi five á línuna !!!!

knús kveðjur og hafið það frábært um helgina !!


Gleðilegan þjóðhátíð !

Elsku dúllur gleðilega þjóðhátíð.  Þetta er búið að vera frábær dagur, skelltum okkur í vöfflur til mömmu og svo í Mosó að horfa á skemmtiatriði. Sól og gott verður - getum við beðið um meira LoL Var alveg heilluð af sönkonu sem söng þarna - náði ekki nafninu en mér var tjáð að hún væri dóttir Ellenar Kristjáns og Eyþórs - ofboðslega flott rödd og flott lög sem mér skilst að hafi verið eftir hana, þarf að fylgjast með henni því hún er að gefa út disk í haust !!

Ekki er það verra að maður kom svo miklu í verk- báðir bílarnir þrifnir hátt og lágt og líka fellhýsið sem við notum í fyrsta skipti í sumar næstu helgi, enda ætlum við að skella okkur á ættarmót og skemmta okkur með frábæru fólki.  þvílík gleði LoL

Elsku ættingjar rosalega verður gaman að hitta ykkur öll næstu helgi og njóta þess að tala, syngja, dansa, borða góðan mat og njóta náttúrunnar !!!!! 

knús kveðjur


Nú er úti veður vont !

Jæja þá er litla barnið mitt búið með fyrsta skólaárið sitt Grin og alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða og ég eldist ekki neitt Wink Fjölskyldan fór í skólaslit hjá honum í morgun og stóð hann sig með prýði þessi elska enda með ótrúlega góð gen hehehehehehe

Ekki komumst við í fyrsta fellhýsatúrinn í dag Frown vorum að vonast til að veðrið yrði gott en verðum víst að bíða aðeins.  Æ hvað það verður gaman að sitja út í náttúrinni í góðra vina hóp og chilla LoL  En allavega förum við 20 júní á ættarmótið fræga !  Besta ætt landsins hittist þá - og er ég fullkomnlega viss um að þetta verður frábært - enda einstaklega skemmtilegt fólk á ferð Tounge og vona ég að enginn láti sig vanta í Efri Vík 20-22 júní !!!! 

knús kveðjur til allra ættingja minna og hlakka til sjá ykkur eftir 2 vikur !!

 


samviskubitið !

Jæja nú er ég með rosalegt samviskubit Blush keyptil mér heilan súkkulaðikassa til styrktar Fjölni í kvöld !  Elísa snúlla spurði hvor ég vildi ekki styrkja strákinn hennar - ég hugsaði mig ekki tvisvar um þó ég vissi ekkert hvað ég væri að styrkja hehehehehe sá bara nammi nammi nammi Tounge gat reyndar valið um tannhirðusett eða nammi og auðvitað valdi ég nammi - skipti engu þó ég væri með tannrótabólgu og aðeins í yfirþyngd - lét það ekki stoppa mig hehehehe

Lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil ............................... og svo syngjum við öll saman !!! 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband